Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 20:55:19 (2708)

2003-12-04 20:55:19# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[20:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er alveg rétt. Gott menntakerfi, gott velferðarkerfi, góð heilbrigðisþjónusta stuðlar að því að við verðum samkeppnishæft þjóðfélag.

En ég vil spyrja hv. þm. þegar hann hvetur Alþingi til að standa við bakið á þeim sem halda um niðurskurðarhníf á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi: Mælist hann til þess að við styðjum 100 millj. kr. niðurskurð á bráðavaktinni á þeim spítala? Það er verið að ræða það núna. Er hv. þm. að mælast til þess að skorið verði niður um 100 millj. á bráðavaktinni? Og hvaða skilaboð hefur hann til sjúkrahússins varðandi þær 1.400 millj. sem upp á vantar til að hægt sé að reka sjúkrahúsið með samsvarandi þjónustu og við gerum á þessu ári? Hver eru skilaboðin?

Síðan, hæstv. forseti, óska ég eftir orðinu að nýju í ræðu síðar í kvöld. Það eru nóg tilefni sem hafa skapast í málflutningi hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar.