Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 20:56:40 (2709)

2003-12-04 20:56:40# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[20:56]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki niðurskurður í heilbrigðismálum. Þetta fjárlagafrv. sem núna er til umræðu felur í sér meiri hækkun til heilbrigðismála en nokkurn tíma áður. (ÖJ: Þá varstu ...) Menn snúa öllu við, menn kalla upp niður. Menn snúa öllu við, kalla hvítt svart og svart hvítt.

Síðan skulum við líta á ríkisreikninginn fyrir árið 2000. Ef við lítum á síðustu fjögur ár hefur framlegðin til heilbrigðismála aukist um 22.192 millj. Þetta er niðurskurðurinn. Menn kalla það niður sem er upp.

Við erum hins vegar alltaf að gera meiri kröfur um meiri þjónustu. Það er það sem stendur á bak við þessa útþenslu. Við verðum að hætta að gera eins miklar kröfur og við höfum verið að gera á umliðnum árum. (ÖJ: Hvað með nýrnaaðgerðirnar sem ...?) Þetta er það mál (Forseti hringir.) sem við verðum að horfast í augu við (Gripið fram í.) eins og aðrar þjóðir. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)

(Forseti (SP): Forseti biður hv. þingmenn um að hafa hljóð í salnum.)