Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:01:46 (2773)

2003-12-05 14:01:46# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., AKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:01]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Tækifæri til menntunar eru stór áhrifavaldur í búsetumálum og skipta miklu máli um þróun byggðar. Skólaganga íbúa landsbyggðarinnar er í flestum tilfellum styttri en íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins. Því er afar brýnt að þeir fái tækifæri til endurmenntunar. Sveitarfélög, framhaldsskólar, háskólar og símenntunarmiðstöðvar hafa beitt sér af krafti við fjarmenntun, jafnvel meira af vilja en mætti. Því er afar brýnt að þessar tillögur Samfylkingarinnar um stuðning vegna uppbyggingar fjarkennslunets fái tilstyrk þingheims til að ekki komi bakslag í uppbyggingu menntunartækifæra fullorðinna á landsbyggðinni á komandi árum.