Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:05:13 (2774)

2003-12-05 14:05:13# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:05]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég tel að þingið þurfi að marka skýrari stefnu en nú er um forsendur þessara heiðurslauna. Ráðrúm hefur ekki gefist til slíkrar stefnumörkunar að þessu sinni. Þó hefur tekist að fjölga um þrjá í þessum flokki. Fyrirheit hafa verið gefin um betra ráðrúm á næsta ári og þá vonandi skýrari forsendur. Ég er einn af flutningsmönnum þeirrar tillögu sem hér er um að ræða og segi já.