Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:07:25 (2776)

2003-12-05 14:07:25# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:07]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til að auka fjármagn til Landhelgisgæslu Íslands, Landhelgisgæslunnar okkar sem talað er um á tyllidögum sem hina merkustu stofnun sem hafi mikið öryggishlutverk. Ríkisendurskoðun tók saman skýrslu um starfsemi Landhelgisgæslunnar árið 2001. Þar kom fram fjárvöntun og beinlínis var lagt til að fjármagn til Landhelgisgæslunnar yrði aukið um 50 millj. á ári. Við teljum að ekki sé seinna vænna en að fara af stað og leiðrétta stöðu Landhelgisgæslunnar og leggjum því til að hér komi 50 millj. sem fyrsta framlag til þess að laga stöðu Gæslunnar.