Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:17:17 (2784)

2003-12-05 14:17:17# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:17]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Verið er að greiða atkvæði um hækkun grunnlífeyris öryrkja, það samkomulag sem náðist í vor á milli Öryrkjabandalagsins og hæstv. heilbrrh. Gengið var út frá einni útfærslu og einni greiðslu, þ.e. að öll upphæðin kæmi til greiðslu á sama tíma, sem væri þá 1. janúar 2004 og kostar sú útfærsla 1,5 milljarða. Samningurinn er ígildi kjarasamnings fyrir öryrkja og hann ber að halda. Orð skulu standa. Ég segi já.