Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:21:11 (2787)

2003-12-05 14:21:11# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:21]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu upp á 528,8 millj. auknar fjárveitingar svo hægt verði að standa við samkomulag við öryrkja. Sá sem hér stendur hefur lært það í 25 ár við gerð kjarasamninga að menn standa við orð sín eða leita þá samkomulags til breytinga ef út af þarf að bregða. Sú aðferð sem hér er notuð, að gera einhliða breytingu af hálfu ríkisvaldsins, er fordæmalaus að mínu mati.

Virðulegi forseti. Ég segi já.