Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:37:06 (2801)

2003-12-05 14:37:06# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., heilbrrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:37]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Í fjárlagafrv. er heimildargrein sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Það er sama heimildargrein og var í þeim fjárlögum sem við samþykktum í fyrra og þessi heimildargrein er alveg nægjanleg til þess að fara í aðgerðir í Hafnarfirði. (Gripið fram í.) Það hefur margsinnis komið fram að röð okkar í heilbrrn. er Salahverfið í Kópavogi, Voga- og Heimahverfi, síðan kemur að Hafnarfirði. Ég segi því nei við þessari tillögu.