Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:41:38 (2803)

2003-12-05 14:41:38# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:41]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Flestir þekkja að á Suðurnesjum hefur atvinnuuppbygging verið með öðrum hætti en víðast hvar annars staðar vegna þess að herinn hefur verið þar með mikla starfsemi. Nú er herinn að draga saman seglin og miklar uppsagnir hafa verið í gangi undanfarið. Því væri mikilvægt og skynsamlegt ef ríkisstjórnin mundi nú reyna að marka sér einhverja atvinnustefnu á því svæði og til uppbyggingar. Við leggjum því til að seld verði hlutabréf í fyrirtæki sem hefur vaxið á svæðinu og haft mikil viðskipti við herinn, til þess að byggja upp atvinnu þar.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart, virðulegi forseti, eftir það sem á undan er gengið að hæstv. iðn.- og viðskrh. upplýsti í gær að Framsfl. í Suðurk. hefði lýst yfir stuðningi við þetta mál og samþykkt ályktun þar að lútandi. Því er eftirtektarvert að fylgjast með hvernig framsóknarmenn úr kjördæminu greiða atkvæði í þessu máli. Ég segi að sjálfsögðu já, virðulegi forseti.