Eldi nytjastofna sjávar

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 15:38:01 (2828)

2003-12-05 15:38:01# 130. lþ. 43.11 fundur 344. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# (erfðablöndun) frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[15:38]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fæ ekki betur séð en að hæstv. sjútvrh. sé hér að staðfesta þá tilfinningu sem ég hef fyrir þessu frv., að hér sé um verndarfrumvarp að ræða og einlægan vilja hæstv. ráðherra til þess að standa vörð um þá stofna sem nýttir eru í eldi hér við land. Ég tel engu að síður að full þörf sé á því að hlutirnir séu skoðaðir heildstætt og þetta frv. verði mælt við sömu mælistiku og það frv. sem hæstv. landbrh. flutti hér fyrir skemmstu og olli sannarlega miklum deilum.

Ég held reyndar að við séum ekki búin að bíta úr nálinni með afleiðingar þess frv. þannig að ég held að það sé fullljóst að ríkisstjórnin eigi eftir að þurfa að taka þessi mál til heildstæðrar umfjöllunar. Ég vona þá að þau sjónarmið sem mér heyrist hæstv. sjútvrh. tala hér fyrir verði ofan á.