StP fyrir GAK og PM fyrir SF

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:01:37 (2840)

2003-12-06 10:01:37# 130. lþ. 44.94 fundur 225#B StP fyrir GAK og PM fyrir SF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa tvö bréf um fjarvistir þingmanna. Hið fyrra er frá 5. þm. Suðvest., Siv Friðleifsdóttur, dags. 6. desember 2003, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að varamaður minn á lista Framsfl. í Suðvest., Páll Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, Kópavogi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Siv Friðleifsdóttir, 5. þm. Suðvest.``

Páll Magnússon hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Hið síðara er frá 5. þm. Norðvest., Guðjóni A. Kristjánssyni, dags. 6. desember 2003:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni af einkaástæðum óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvest., Steinunn K. Pétursdóttir fulltrúi, Akranesi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.``

Kjörbréf Steinunnar K. Pétursdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.