Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:24:17 (2853)

2003-12-06 10:24:17# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:24]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Um er að ræða breytingar á lögum um greiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Þessi lög byggja á þríhliða samkomulagi verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds og hafa verið útfærð í kjarasamningum á milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Hefur farið fram samráð við aðila á vinnumarkaði um mótun þessara tillagna eða þessa frv.? Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra upplýsi þingið um hvort svo sé og með hvaða hætti.