Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:26:14 (2856)

2003-12-06 10:26:14# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:26]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. spyr í hverju tilboðið hafi verið fólgið. Því er til að svara að eftir að frv. til fjárlaga var lagt fram á Alþingi í haust og við hófum undirbúning þessa máls í ráðuneytinu áttum við viðræður við forsvarsmenn verkalýðshreyfingar og óskuðum eftir því að þeir kæmu að þessu borði með okkur og færu yfir það með hvaða hætti við gætum aukið skilvirkni þessara laga, tryggt framkvæmdina og um leið náð fram nokrum sparnaði. Þeir höfnuðu því samráði.