Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:30:54 (2860)

2003-12-06 10:30:54# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:30]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get út fyrir sig alveg tekið undir það sjónarmið hv. þm. að æskilegast væri að um fullkomið samræmi væri að ræða í þessum efnum milli atvinnugreina. Í frv. sem hér er lagt fram er gert ráð fyrir að hægt verði að skilgreina í reglugerð hvernig og við hvaða aðstæður ástæða er til að grípa inn í gagnvart fyrirtækjum í fiskvinnslu. Við eigum eftir að fara yfir það mál og vinna það verkefni. Ég vona að það takist sátt við aðila vinnumarkaðarins um þá reglugerðarsmíð.