Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:54:20 (2891)

2003-12-06 12:54:20# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:54]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Samkvæmt upplýsingum kjararannsóknarnefndar eru meðallaun Íslendinga 250 þús. kr. núna. Það er sem sagt fjöldi manna með 300 þús. kr. á mánuði. Það fólk, samkvæmt upplýsingum á heimasíðum nokkurra lífeyrissjóða, fær um 60% af launum sem lífeyri, sem sagt 200 þús. kr. Þrítugur öryrki með 200 þús. kr. í lífeyri plús 25 þús. kr. fyrir hvert barn, fær 12 þús. kr. til viðbótar samkvæmt þessu samkomulagi. Finnst hæstv. ráðherra það eðlilegt?

Önnur spurning: Telur hæstv. ráðherra að endurtekin atlaga og árásir Öryrkjabandalagsins kunni að slæva vilja stjórnvalda og skattgreiðenda til að bæta kjör öryrkja í framtíðinni?