Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:55:22 (2892)

2003-12-06 12:55:22# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:55]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók það skýrt fram í framsöguræðu minni að frv. sem hér er flutt er til þess að bæta hag yngstu öryrkjanna sem hafa ekki unnið sér inn lífeyrisréttindi. Það kunna að vera einhver dæmi um meiri tekjur en það breytir ekki því megininntaki frv. að það er verið að bæta hag þeirra sem verst eru settir.

Ég tel mig hafa svarað seinni spurningunni í lok ræðu minnar. Réttindabarátta öryrkja heldur áfram. Þessi stormur gengur yfir og ég vonast til þess að við getum unnið með Öryrkjabandalaginu í framtíðinni og ég tel það einboðið.