Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:57:15 (2894)

2003-12-06 12:57:15# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:57]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Þetta mál snýst ekki um það hvort öryrkjar hafa há eða lág laun eins og hv. þm. Pétur Blöndal lætur í veðri vaka heldur snýst þetta mál um hvort orð skuli standa. En mig langaði að spyrja um þessa skerðingartöflu sem fylgir frv.: Hver útbjó þessa töflu sem fylgir 2. gr. og hvenær sá hæstv. heilbrrh. þessa töflu fyrst? Vegna þess að hann ræddi um að hann hefði verið í samstarfshópi með öryrkjum um útfærslu á þessum tillögum og þessum samningi svokölluðum sem virðist ekki halda nokkuð, þá vil ég spyrja hann hvort hann hafi kynnt þessa nýju töflu fyrir öryrkjum.