Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:00:02 (2897)

2003-12-06 13:00:02# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:00]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi ekki hlustað nógu vel á framsöguræðu mína. Ég rakti undirbúning þessa máls í framsöguræðunni. Ég rakti að þarna (Gripið fram í.) hefðu menn verið að velta fyrir sér ýmsum hugmyndum. Það var ákveðið að skipa starfshóp og ég gerði það 9. apríl. Hins vegar gengu hugmyndir á milli ráðuneytisins og Tryggingastofnunar áður til undirbúnings því starfi. Þau mál liggja skýrt fyrir. Það er alveg ljóst og það kom fram í framsöguræðu minni hvernig að því var staðið.