Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:02:05 (2899)

2003-12-06 13:02:05# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:02]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur tekið upp umræðu um skattleysismörk undir þessu máli. Að sjálfsögðu kann að vera að þessar viðbótarbætur verði skattlagðar á einhvern hátt eins og allar aðrar bætur. En það er bara önnur umræða. Það er umræða um skattleysismörk sem hefur verið tekin hér og hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum pólitíska umræðu síðustu ára. Það er í rauninni önnur hlið á þessum teningi. Hitt finnst mér meginmálið, að bæturnar skulu hækkaðar fyrir þá sem þurfa mest á þeim að halda að mínu mati. Það finnst mér grundvallaratriðið. Síðan (Forseti hringir.) gætum við tekið umræðu um skattleysismörkin.