Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:03:16 (2900)

2003-12-06 13:03:16# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:03]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Í ljósi þessa: Hver eru raunútgjöld ríkissjóðs vegna þessa frv.? Eru þau milljarður eða eru þau 600 millj.? Hefði verið hægt að standa fyllilega við loforðið við Öryrkjabandalagið innan þess fjármagns sem hæstv. ráðherra talar um hér, milljarðinn, því að auðvitað vitum við að þetta er yfir skattleysismörkum og það er verið að taka fullan skatt af þessum greiðslum. Við skulum bara horfa á það hver eru raunútgjöld ríkissjóðs vegna þessa frv. Hversu há eru þau? Ég spyr hæstv. ráðherra. Eru þau milljarður eða eru þau eitthvað minna miðað við skattlagningu á þessu öllu saman?