Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 13:04:05 (2901)

2003-12-06 13:04:05# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[13:04]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek það að hér er um aðra hlið á teningnum að ræða. Ég hef ekki tölur um það í rauninni og það hefur ekki verið reiknað út hve mikið af þessum tekjum skilar sér aftur í ríkissjóð í sköttum. Ef við viljum breyta skattleysismörkum þá er það önnur ákvörðun. (Gripið fram í.) Mér finnst í rauninni meginmáli skipta og endurtek það að þarna er um verulegar hækkanir bóta að ræða og það hlýtur að koma öryrkjunum sem þrengst hafa til góða. Það er alveg ljóst. (Gripið fram í.)