Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 14:00:47 (2915)

2003-12-06 14:00:47# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[14:00]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Ásta Möller þekkir nú betur samninga um kaup og kjör en svo að þar sé samið um að það eigi að veita tiltekna fjárhæð í allar þær kjarabætur sem um er samið í viðkomandi kjarasamningi. Þannig gengur það ekki fyrir sig. Það var ekki samið um neinn milljarð eins og margoft hefur komið fram og hv. þm. veit, heldur sagði í fréttatilkynningu heilbrrh. að kostnaður við samkomulagið yrði rúmur milljarður. Þá voru tölurnar sem menn voru að vinna með einhvers staðar á bilinu 1.200--1.400 millj. kr. Þær urðu síðan við nákvæma útreikninga Tryggingastofnunar að 1.528,8 millj. kr. samkvæmt þeirri útfærslu sem heilbrrn. sagði Tryggingastofnun í bréfi 9. apríl að samið hefði verið um. Sennilega hafa fáir forustumenn í kjarasamningum meiri reynslu af því en hv. þm. Ásta Möller að samningsaðilinn, íslenska ríkið, standi uppi með það að gerðum kjarasamningi að kostnaðurinn við þann kjarasamning reynist vera miklu meiri en menn ætluðu þegar þeir gerðu hann, því sannarlega hefur hv. þm. Ásta Möller sjálf náð árangri í þá veru í sínum störfum.