Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 14:57:38 (2931)

2003-12-06 14:57:38# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[14:57]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ekki voru svörin betri hjá hv. þm. en í ræðu hans. Fyrir liggur að bætur og óskertar mánaðargreiðslur til örorkulífeyrisþega hafa á næsta ári, miðað við þær breytingar sem lagðar eru til í þessu frv., hækkað um 135% frá árinu 1995. Það er sama hvernig hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir reynir að hjálpa þingmanninum að skilja þetta, það virðist ekki ganga.

Hvenær hafa öryrkjar haft það betra á Íslandi en akkúrat um þessar mundir? Aldrei. Og það er fyrir utan það hvað kaupmáttur örorkubóta hefur vaxið á þessu tímabili. Það er óhrekjanleg staðreynd að kaupmáttur örorkubóta og hagur öryrkja hefur aldrei verið betri en einmitt á starfstímabili núverandi ríkisstjórnar frá 1995. Það eiga menn að muna og menn eiga að viðurkenna það, hæstv. forseti.