Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:13:27 (2952)

2003-12-06 16:13:27# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:13]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er einmitt munurinn sem er á þingmönnum stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna. Hann er sá að hv. þm. stjórnarandstöðunnar hafa ekki kynnt sér málið. Hvað er svona voðalegt við þetta samkomulag, hæstv. forseti? Er það að örorkubæturnar hækka um 135% á næsta ári frá árinu 1995? Er það öll skelfingin? Er það það sem hv. þm. stjórnarandstöðunnar hræðast? Hvað er það sem gerir það að verkum að hv. þm. geta ekki komið hér og stutt heilbrrh. í þessu máli og tekið á því af fullum krafti með ríkisstjórninni að bæta hag öryrkja eins og hún hefur gert samfellt frá árinu 1995?