Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:15:42 (2954)

2003-12-06 16:15:42# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:15]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna beraði hv. þm. sig fyrst þegar hann talaði um að það hefði verið undirritað eitthvert samkomulag milli Öryrkjabandalags Íslands og hæstv. heilbrrh. Hvar er það undirritaða samkomulag? (Gripið fram í: Handsalað.) Er það handsalað eða er það undirritað, hæstv. forseti? (Gripið fram í.) Er það handsalað eða undirritað? Hv. þm. heldur því fram að það hafi verið undirritað samkomulag milli Öryrkjabandalag Íslands og hæstv. heilbrrh. (ÖJ: Hefurðu kynnt þér þessar tölur?) Ég hef auðvitað kynnt mér þessar tölur, hv. þm., og ég veit að á næsta ári hækka bætur, grunnlífeyrir örorkubóta um 1 milljarð kr., úr 2,8 milljörðum kr. í 3,8. Getur hv. þm. verið óánægður með það? (ÖJ: Nei, ég vil bara hafa það meira og láta ...)