Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:18:51 (2957)

2003-12-06 16:18:51# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:18]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Áfram heldur hv. varaþm. með derringinn, og hann kannast ekki við dóma Hæstaréttar í öryrkjamálum, ég er alveg gáttuð á því að hlusta á hv. þm., lögmanninn, tala svona. Áðan í ræðu sinni talaði hann um greiðslur öryrkja aðeins út frá einum bótaflokki. Auðvitað hafa greiðslur hækkað og munu auðvitað hækka ef tvöfalda á grunnlífeyri en það er ekki hægt að miða eingöngu við hann. Og að vera að stæra sig af því að hafa lækkað skerðingarnar á tekjutryggingaraukanum úr 67%, sem var náttúrlega fyrir neðan allar hellur, niður í 45% og það er einmitt bótaflokkurinn sem menn urðu að setja á vegna dóms Hæstaréttar. Þetta er fyrir neðan allar hellur og allur málflutningur hv. varaþm. Guðjóns Ólafs Jónssonar hefur varla riðið við einteyming.