Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:20:02 (2958)

2003-12-06 16:20:02# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:20]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Enn standa hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar kviknaktir í þessum umræðum. Að hv. þm. skuli halda því fram að dómar Hæstaréttar hafi snúist um grunnframfærslu öryrkja er rangt. Þeir snerust um tekjutengingu en ekki um grunnframfærslu og það er ótrúlegt að hv. þm. sem er búin að sitja þetta lengi á þingi skuli ekki vita betur. (ÁRJ: Þetta snerist um kjarabætur.) Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur, hæstv. forseti, og er lýsandi dæmi um þann málflutning sem stjórnarandstaðan hefur haft í þessu máli.