Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:53:03 (2968)

2003-12-06 16:53:03# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:53]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu var þetta samkomulag, sem er stórkostlegur áfangi í réttindabaráttu öryrkja, rætt í kosningabaráttunni. Það gerðu fleiri en framsóknarmenn. En ég kannast ekki við að í kosningabaráttunni hafi verið lofað í þetta meiri fjármunum en 1 milljarði kr. eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Þetta samkomulag var gert 25. mars, eftir langar viðræður eins og hér hefur komið fram, og það var að sjálfsögðu til umræðu. Ég vísa því á bug að hér hafi verið um einhverja kosningabrellu að ræða.