Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:56:49 (2971)

2003-12-06 16:56:49# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:56]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég veit að það voru ekki deilur um þetta og þetta hefur ekki komið til tals fyrr en núna. Ég held að þarna hafi bara orðið ákveðin mistök því að samkvæmt lögunum er verið að greiða þessar bætur frá 16 ára aldri og ég tel fulla ástæðu til að þetta sé skoðað. Ég held að þarna hafi hópur gleymst og það er full ástæða til að hann fái sömu réttarbætur og 18 og 19 ára öryrkjar.

Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og minni á að ekki fá allir aðstandendur umönnunargreiðslur vegna þessa hóps.