Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Mánudaginn 08. desember 2003, kl. 13:04:47 (2972)

2003-12-08 13:04:47# 130. lþ. 45.6 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 130. lþ.

[13:04]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eðlilegast og heppilegast væri að þetta frv. verði dregið til baka á þessu stigi málsins. Hér er um að ræða lög sem byggja á þríhliða samkomulagi verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds og í sjálfu sér stríðir þetta gegn kjarasamningum ef frv. verður að lögum. Lágmarkskrafa er að leitað verði eftir samkomulagi og samráði við verkalýðshreyfinguna um þetta frv. Í trausti þess að það verði gert, greiðum við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði atkvæði með því að málið gangi til 2. umr.