Endurhæfingardeild fyrir krabbameinssjúklinga

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 11:01:46 (2986)

2003-12-10 11:01:46# 130. lþ. 46.2 fundur 262. mál: #A endurhæfingardeild fyrir krabbameinssjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 130. lþ.

[11:01]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hv. þm. Margrét Frímannsdóttir hreyfir hér mjög þýðingarmiklu máli. Það fer fram afar góð starfsemi á göngudeildinni og staðsetningin er frábær þannig að æskilegt væri að byggt yrði á þessari starfsemi áfram.

Sjúklingar með þennan sjúkdóm þurfa á miklum stuðningi að halda og gegnir endurhæfingardeildin þar meðal annars stóru hlutverki. En mestu skiptir að tilboð sem þessi séu vel kynnt, að sjúklingar fái alltaf að vita hvaða aðstoð og aðhlynning er í boði bæði heilsufars- og félagslega. Það á að vera regla að þegar fólk veikist og kemur til meðferðar fái það jafnframt allar upplýsingar um mögulega aðstoð og stuðning. Því miður hefur orðið misbrestur þar á þó að mér sé jafnframt kunnugt um hve mikið af afbragðsfólki vinnur í þessum geira og við þessi þýðingarmiklu störf. En ég hvet ráðherrann til að tryggja upplýsingaflæði á sem bestan hátt.