Fjárflutningar

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 11:22:32 (2994)

2003-12-10 11:22:32# 130. lþ. 46.4 fundur 415. mál: #A fjárflutningar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 130. lþ.

[11:22]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni fyrir að taka þetta mál hér upp.

Hann vakti athygli á því að ríkið breytir, annaðhvort beint eða í gegnum stofnanir sínar, staðsetningu sláturhúsa í landinu. Nú er svo komið að á Vesturlandi er ekkert sláturhús í rekstri nema það tókst að vísu að koma því aftur af stað í Búðardal.

Í þeirri hagræðingarskýrslu sem unnin var var ekki tekið tillit til flutningskostnaðar þessar gríðarlegu vegalengdir sem eru komnar í flutningi sláturfjár. Ráðherra upplýsti einnig að það er engin skráning á meðferð fjár, hvort um slys eða dauða er kannski að ræða. (Gripið fram í.) Já, en engin formleg skráning. Þegar spurt er um tölur eða úttekt á því hvernig þessir flutningar koma út er engin skráning til.

Ég spyr: Hvernig er lögum um dýravernd framfylgt hvað þetta varðar?

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra verður að endurskoða þessi mál.