Verklag við fjárlagagerð

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 11:43:47 (3005)

2003-12-10 11:43:47# 130. lþ. 46.1 fundur 325. mál: #A verklag við fjárlagagerð# fsp. (til munnl.) frá forsrh., AKG
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 130. lþ.

[11:43]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Það er rétt sem hv. þm. Einar K. Guðfinnsson sagði áðan um að á fund fjárl. hafa komið fulltrúar ýmissa stofnana í haust. Sumir komu fyrir eigið frumkvæði þrátt fyrir að hafa verið bannað það bréflega en aðrir komu vegna þess að minni hlutinn í fjárln. fór fram á að þeir yrðu kallaðir til fundar við fjárln. Talsmenn sumra þeirra áréttuðu að þeir hefðu til þessa komið þrátt fyrir að hafa fengið munnlegt bann við því frá framkvæmdarvaldinu. Þeir þökkuðu fyrir að fá þetta boð frá minni hlutanum nú um að mega koma. Þetta er skýringin á því að við höfum verið upptekin við að taka á móti fulltrúum stofnana en því miður allt of seint og fengum við of lítinn tíma í það vegna þessa bréfs sem út fór.