Verklag við fjárlagagerð

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 11:46:14 (3007)

2003-12-10 11:46:14# 130. lþ. 46.1 fundur 325. mál: #A verklag við fjárlagagerð# fsp. (til munnl.) frá forsrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 130. lþ.

[11:46]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Mér þóttu dálítið merkileg þau orð sem féllu hér hjá hv. þm. Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, að stofnanir hefðu komið til fundar við fjárln. í boði minni hluta fjárln. Það er auðvitað ekki svo, heldur koma menn sér saman um það í fjárln. hverjir eru boðaðir til fundar. Tillögurnar geta hugsanlega komið frá minni hlutanum í upphafi en hugsanlega líka frá meiri hlutanum og það er nú þannig í langflestum tilfellum. En um þetta er samráð innan nefndarinnar og stofnanir og aðilar kallaðir til fundar með nefndinni í fullkomnu samkomulagi og samráði og ég reikna alveg með því að það verði svoleiðis áfram eins og hefur verið hingað til.