Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:38:42 (3011)

2003-12-10 13:38:42# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:38]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Nú virðist þessi línuívilnun vera á kostnað byggðakvótans og þess vegna væri fróðlegt að heyra hjá hæstv. ráðherra hvernig hann sjái fyrir sér fiskvinnslur á stöðum eins og Hofsósi þar sem forsenda fyrir þeim hefur verið byggðakvóti og hvernig hann sjái fyrir sér t.d. útgerð á þessum stöðum og fiskvinnslu. Hefur þetta verið hugsað eða hefur verið bara hlaupið til með þessu frv. og gert eitthvað, eins og mann grunar?