Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 13:41:12 (3014)

2003-12-10 13:41:12# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[13:41]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þegar menn reyna að draga svona ályktanir eins og hv. þm. Sigurjón Þórðarson gerir verður hann að skoða þær heimildir sem í frv. eru, og í lögunum verða ef Alþingi samþykkir, og ráðherra hefur í höndunum til þess að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Ef hann skoðar þær út frá því og tekur tillit til 9. gr. (Gripið fram í.) er augljóst að það eru meiri heimildir til þess að styðja byggðirnar en áður var. Hins vegar hefur þetta frv. ekkert að gera með dagabátana og ekki er verið að leggja til neinar breytingar á gildandi löggjöf hvað dagabátana varðar með þessu frv.