Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 18:35:42 (3062)

2003-12-10 18:35:42# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[18:35]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hv. þm. gleypti nú greinilega öngulinn. Hann vildi þetta frekar en ekkert.

Hv. þm. sagði að það væri að sumu leyti framför að fara með þetta inn í 9. gr. Ég vil bara benda á að grunnur 9. gr. er þannig að ef eitthvað verulegt kemur upp á hvað varðar veiðar úr einstökum tegundum þá geta allar aflaheimildir í 9. gr. bara gufað upp. Þá eru menn ekki vel staddir með þá hluti sem þarna eru.

Síðan langaði mig til þess að spyrja um þessa tegundatilfærslu. Mér finnst undarlegt að sá draugur skuli dúkka upp í þessu máli. Er hv. þm. sáttur við að menn fari aftur að auka þar við?