Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 18:37:49 (3064)

2003-12-10 18:37:49# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[18:37]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í ræðu hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar að hann vék ekki að þeirri staðreynd að línuívilnunin í frv. hæstv. sjútvrh. Árna M. Mathiesens nær ekki til línubáta sem róa með svokallaða trekt. Okkur er kunnugt um að línutrillur sem róa með trekt skapa jafnmikla atvinnu í landi og bátar þar sem beitt er í landi, balarnir.

Því spyr ég hv. þm. Kristin H. Gunnarsson: Er hér um yfirsjón að ræða við frumvarpsgerðina þar sem þetta hreinlega gleymdist? Ef ekki, hver er þá ástæðan fyrir því að frv. nær ekki til trektarbátanna?