Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:46:03 (3087)

2003-12-10 20:46:03# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:46]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Menn ættu að vita að þegar stjfrv. er lagt fram er það lagt fram vegna þess að búið er að samþykkja það í báðum þingflokkum ríkisstjórnarinnar. (Gripið fram í: Ekki með fyrirvara?) Ég veit ekki til þess að þar hafi verið neinir fyrirvarar.

Hins vegar skulu menn átta sig á því að þegar tíminn er naumur er ákaflega ótrúlegt að miklar breytingar verði á frumvörpum. Það er ekki útilokað að gera breytingar á frumvörpum og auðvitað geta verið fyrirvarar og mönnum er heimilt að setja þá. En mér finnst ákaflega ósennilegt að það komi til mikilla breytinga. Mér finnst það þó að ég viti það ekki. Auðvitað fer sjútvn. yfir það.

Ég ítreka stuðning minn við 3. gr. frv. og ég vona að hæstv. sjútvrh. beiti því mjög rýmilega. Það er mjög mikil þörf á að hafa þetta rúmt fyrir útgerðina svo að það gangi betur hjá þeim.