Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:48:39 (3089)

2003-12-10 20:48:39# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:48]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var nú aldrei ætlunin að Frjálslyndi flokkurinn væri týndur. Ég hafði engin orð um það. Sumir þeirra eru þannig að þeir týnast trauðla.

En ég velti því fyrir mér, úr því að þeir telja það rök í málinu að styðja ekki breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem vektu hatrammar deilur, hvort þeir séu hættir, hvort þeir hafi lagt niður störf og ætli sér ekki að starfa áfram. Þetta hefur verið aðalmálið. Flokkurinn var byggður utan um þetta mál, fyrir utan skáldið Sverri Hermannsson.

Ef þeir ætla að hætta að tala um fiskveiðistjórn af því að það megi ekki vekja deilur þá skil ég ekki hvað þeir ætla að gera. Þess vegna spurði ég: Eru þeir hættir eða má treysta því, virðulegi forseti?