Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 20:50:23 (3091)

2003-12-10 20:50:23# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[20:50]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Í þessari tímaþröng, þegar menn hafa bara nokkrar sekúndur, geta þeir ekki svarað öllum spurningum. (Gripið fram í.) Hins vegar eru, virðulegur forseti, til eftir mig tilvitnanir í mörgum ræðum og ritum og í margri umræðunni á þinginu þar sem ég hef sagt nauðsynlegt og æskilegt að eitthvert lágmark væri fyrir dagabátana. Það væri mjög nauðsynlegt. Ég hef alltaf verið reiðubúinn að leggja mitt fram til þess að það takist. Mér hefur ekki tekist það frekar en öðrum hingað til en ummæli mín liggja fyrir. Að sjálfsögðu er sannfæring mín sú að nauðsynlegt sé að ná þessu þannig að menn séu öruggir um að stefna ekki niður í ekki neitt, eins og gerir í núgildandi lögum.