Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:33:01 (3125)

2003-12-10 22:33:01# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:33]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil minna hv. þm. á að hann svaraði ekki seinni spurningu minni. Ég spurði hvort hann styddi tillögu okkar í Frjálsl. um að ekki verði farið niður fyrir 23 sóknardaga fyrir dagabátana. Ég veit að það er beðið eftir þessu. Margir bíða eftir því að heyra hvað hann hefur að segja um þetta. Ég veit að hann er sanngjarn og vill byggð sinni á Siglufirði og í Fljótum vel. Margir munu efalaust bíða eftir að heyra hvað hann hefur að segja um þetta mál.

Hitt er annað mál að það er enginn að horfa til aðferða okkar Íslendinga. Ég fór til Færeyja. Þeir líta nú ekki við okkar kerfi. Ég var á ferð um Bretlandseyjar og gat ekki heyrt að nokkur maður horfði hingað. Þetta er einhver mýta sem við lesum í Morgunblaðinu af ferðalögum ágæts doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um heiminn og ... (Gripið fram í: Bretar eru ekki með fiskveiðistefnu.) Þetta er bara ... (Gripið fram í: Þeir eru í ESB.) þetta er bara della, það er ekki rétt.