Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 10:25:12 (3146)

2003-12-11 10:25:12# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[10:25]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Hvað ef, hv. þm.? Það er erfitt að svara því. Hv. þm. les hér upp, herra forseti, bréf sem þingmönnum barst frá Öryrkjabandalaginu þar sem þeir lýsa því yfir að þeir hafi samþykkt einróma á fundi sínum að fela tilteknum lögmanni að kanna þetta. Ég geri ekki nokkrar athugasemdir við það. En ég vil segja fyrir mína parta að ég sé ekki að forsendur séu fyrir neinum málarekstri hvað varðar þetta samkomulag og það mál sem við erum að ræða hér. En eins og ég segi, öryrkjar og lögmaður þeirra eru fullkomlega frjálsir að því hvað þeir bera undir dómstóla.