Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 10:42:23 (3149)

2003-12-11 10:42:23# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, Frsm. minni hluta ÁÓÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[10:42]

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Ágúst Ólafur Ágústsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Jónína Bjartmarz kom inn á eru þessar tölur byggðar á upplýsingum frá embættismönnum ráðuneytisins sem voru kallaðir fyrir heilbr.- og trn. Það sem við erum í rauninni að hnykkja á í minnihlutaáliti heilbr.- og trn. er að við þurfum að huga að þessum sérstaka hópi, 16--17 ára öryrkjum. Reyndar veit ég að það er skilningur innan heilbr.- og trn. fyrir því að vera á varðbergi gagnvart þessum hópi en við teljum afskaplega mikilvægt að bregðast við því. Það eru ákveðnar brotalamir á löggjöfinni eftir að lögræðislögunum var breytt. Það eru þessi millibilsár sem um er að ræða og við þurfum að hafa það í huga í allri lagasetningu og sérstaklega þegar við erum að tala um breytingar á almannatryggingalöggjöfinni hvernig sú lagabreyting muni snerta viðkomandi aldursflokk.