Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 14:51:17 (3179)

2003-12-11 14:51:17# 130. lþ. 48.7 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, Flm. HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[14:51]

Flm. (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að víkja orðum mínum að öðrum þingmálum en ég ítreka það sem ég sagði áðan, hér er ekki um það að ræða að þingmenn geti almennt gengið út frá því að þeir fái meiri rétt samkvæmt þessu frv. en þeir hafa samkvæmt núgildandi lögum. Þar að auki vil ég ítreka það sem ég sagði áðan og liggur beint fyrir að lífeyrisiðgjaldagreiðslur þingmanna munu hækka um 25% samkvæmt frv. og ekki getum við sagt að það séu kjarabætur sem þegar komi til framkvæmda.