Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 15:22:07 (3186)

2003-12-11 15:22:07# 130. lþ. 48.7 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Báðum spurningum hv. þm. svara ég neitandi. Gagnrýni mín og sú ræða sem ég flutti er eingöngu flutt af minni persónulegu sannfæringu og hún er ekki gagnrýni á störf þeirra þingmanna sem hv. þm. nefndi. Ég hef reyndar ekki átt skoðanaskipti um þetta mál við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon sem, eins og hv. þm. réttilega getur um, er utan þings þessa stundina. Auðvitað hefur málið verið rætt eins og hægt hefur verið í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, eins og í öðrum þingflokkum, en allt of lítið. Við höfum haft allt of lítil tækifæri til þess að eiga skoðanaskipti um þetta mál.

Þau orð sem ég viðhafði í ræðu minni eru eingöngu sprottin af minni innri sannfæringu og þeim er ekki ætlað að vera nokkur gagnrýni á sjónarmið annarra þingmanna til þessa máls.