Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 18:04:30 (3216)

2003-12-11 18:04:30# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÞBack (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[18:04]

Þuríður Backman (um atkvæðagreiðslu):

Hera forseti. Við erum að greiða atkvæði um frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði fögnum auðvitað þeirri kerfisbreytingu sem hér er verið að gera en eins og margoft hefur komið fram teljum við að þær upphæðir eða prósentubreytingar sem fram koma í 2. gr. séu ekki samkvæmt því samkomulagi sem byggt var á og í raun hafi hæstv. heilbr.- og trmrh. viðurkennt það í þingsal að þetta væru 2/3 af því samkomulagi sem samið var um.

Því leggjum við í minni hluta heilbr.- og trn. fram brtt. sem tekur mið af því samkomulagi sem gert var milli Öryrkjabandalagsins og hæstv. heilbrrh. Ég vona svo sannarlega að þingheimur taki undir þá brtt. og standi með öryrkjum í þessu máli og fari að vilja meiri hluta þjóðarinnar í þessu máli.