Tollalög

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 11:25:12 (3260)

2003-12-12 11:25:12# 130. lþ. 49.22 fundur 460. mál: #A tollalög# (landbúnaðarhráefni) frv. 134/2003, JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[11:25]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skiljum þetta nokkuð rétt og eins, ég og hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson. Málið er einfaldlega það að þetta snýst ekkert um hvort upphæð á tollunum sé að vernda, hvetja eða stöðva inn- eða útflutning á þessari vöru, þetta snýst um að lögin séu sjálfum sér samkvæm, taki á því sem á að taka og ætlunin er að taka á. Þetta snýst fyrst og fremst um það. Ef það þarf ekki að hnykkja á þessu með frekari orðum eru það skilaboð til landbrh. varðandi reglugerðina og hvernig flutningsmenn skilja málið að ætlunin er að þetta fari þessa tæknilegu leið. Upphæðir á tollum eða krónum og aurum í því sambandi skipta þar ekki máli. Lögin eiga að vera skýr og reglugerðin á að vera skýr svo að það séu engin áhöld um framkvæmd þessa máls.