Tollalög

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 11:32:55 (3263)

2003-12-12 11:32:55# 130. lþ. 49.22 fundur 460. mál: #A tollalög# (landbúnaðarhráefni) frv. 134/2003, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[11:32]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka að verið er að byggja upp betri stoð undir reglugerðarsmíði hjá ráðuneytinu, þannig að hægt sé að fylgjast betur með þessari vinnslu og að hún geti farið fram. Þetta er eingöngu til þess að flytja inn kjötið til úrvinnslu og til útflutnings aftur en þar fyrir utan er, eins og kom fram hjá hv. þm. Þuríði Backman, ákveðinn tollkvóti sem er fyrir slíka vöru og það er boðið í hann. Mig minnir að það séu 12 tonn á ári. Þetta er alls ekki sett til höfuðs þeirri mikilvægu og merkilegu atvinnustarfsemi sem er á Austurlandi og snýr að hreindýraveiðimönnum og öllu því sem fylgir þeim veiðum, því það er mjög mikilvægt að hún fái að blómstra og sé látin í friði þannig að þetta á ekki að trufla hana neitt.