Almannatryggingar

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 14:24:06 (3292)

2003-12-12 14:24:06# 130. lþ. 49.12 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁÓÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[14:24]

Ágúst Ólafur Ágústsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og komið hefur fram fögnum við í Samf. þeirri kerfisbreytingu sem felst í þessari aldurstengdu örorkubót sem er ákveðin kjarabót fyrir öryrkja. Hins vegar teljum við og ekki einungis við heldur mýmargir aðilar í þessu samfélagi að ekki sé verið að uppfylla það samkomulag sem gert var við Öryrkjabandalagið. Þess vegna munum við sitja hjá.